Ákall Afstöðu vegna aukins hnífaburðs barna og ungmenna

Afstaða félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál óskar eftir aðgerðaráætlun núna að takast á við aukið ofbeldi meðal barna-og ungmenna.

Afstaða telur nauðsynlegt að bregðast við þessari stöðu núna strax til að vernda líf og draga úr þjáningu fórnarlamba og ástvina þeirra. Jafnframt að draga úr skaða sem fangelsisvist getur haft á börn.

Afstaða býður fram sérþekkingu sína í hverskonar áætlanagerð og viðbrögðum við þeirri stöðu sem sér ekki fyrir endann á.