Gerast meðlimur
Félagsaðild gefur okkur vægi í hagsmunabáráttunni! Með auknum fjölda félagsmanna fá verk Afstöðu þá athygli sem þau eiga skilið. 3-geirinn er að spara stjórnvöldum stórar upphæðir, því reiknaður rekstrarkostnaður með vinnu sjálfboðaliða er 100-150 milljónir á ári en stuðningur stjórnvalda nær ekki 3% af þeirri upphæð.
Óskum eftir þínum stuðningi!
AFSTAÐA er félagasamtök sem starfar af heilindum og í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDGs). Við leitum eftir stuðningi til að halda áfram að bjóða fram þá mikilvægu félagslegu ráðgjöf og stuðning sem við veitum einstaklingum og fjölskyldum í erfiðum aðstæðum. AFSTAÐA hefur formlegt rekstrarleyfi frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála og hefur áratuga reynslu í að aðstoða þá sem standa höllum fæti.