AFSTAÐA er hagsmunasamtök á landsvísu

AFSTAÐA er hagsmunasamtök á landsvísu. Innan Afstöðu er sérfræðiþekking á fangelsismálum. Markmið Afstöðu er að bæta lífsgæði allra dómþola og ástvina þeirra.

Afstaða veitir lögfræðiráðgjöf/álit um fangelsismál, jafningjastuðning en hefur jafnframt aðgang að þverfaglegum hópi fagfólks með fjölbreytta starfsreynslu.

Afstaða beitir sér fyrir greiðum aðgangi að lögbundinni þjónustu og framgangi dómþola í gegnum allt ferlið. Við erum stöðugt að þróa nýja leiðir sem nýtast skjólstæðingum okkar og ástvinum þeirra.

Afstaða leggur áherslu á samvinnu við löggjafann, gefur álit, veitir Alþingi og ráðuneytum nauðsynlegar upplýsingar um málaflokkinn. Afstaða tekur þátt í opinberri umræðu á faglegan og ábyrgan hátt.

Að lokum telur Afstaða það skyldu sína að draga úr fordómum og er það gert með því að fræða stjórnvöld og almenning svo dómþolar aðlagist samfélaginu á árangursríkan hátt og að samfélagið sé einnig í stakk búið til að taka á móti fólki úr fangelsiskerfinu. Þannig drögum við úr endurkomum í fangelsin og fækkum þar af leiðandi þolendum.

Tillögur að framgangi og endurhæfingu

Tillögurnar eru settar fram með hliðsjón af norskri, danskri og finnskri afplánunar-tilhögun. Tilgangurinn með framlagningu tillagnanna er fyrst og fremst að fækka endurkomum í fangelsi, að byggja upp einstaklinga sem hafa lágt sjálfsmat og hafa villst af braut, auk þess að fækka vímuefnaneytendum innan fangelsisins. Aðalmarkmiðið er þó að fækka brotaþolum sem og fækka þeim föngum sem fara á varanlega fjárahagsaðstoð ríkis eða sveitarfélaga.

2.500+ beiðnir/verkefni árlega!

Skjólstæðingar eru í meirihluta en svo koma aðstandendur og ýmsar stofnanir eins og t.d fangelsismálastofnun, fangelsin, ýmis ráðuneyti, sveitarfélög, Umboðsmaður alþingis, Umboðsmaður barna, Háskólasamfélagið o.fl. Að jafnaði koma 6-10 verkefni daglega sem eru ólík og þurfa mismunandi lausnir. AFSTAÐ hefur ekki fengið marga eða háa styrki í gegnum árin en hefur sparað ríkisjóð ótrúlegar upphæðir með vinnu sinni. Taktu prófið hér að neðan til að fræðast meira um þetta brýna lýðheilsumál.

2024

Félagar í stuðningsneti AFSTÖÐU er 5.000+ manns sem hafa látið til sín taka síðan 2005. Þessi hópur samanstendur af skjólstæðingum, aðstandendum og áhugafólki um bætta lýðheilsu. Hópurinn kýs að halda rétt á spilunum og bæta umhverfi allra með fækkun endurkoma í fangelsi landsins sem er í dag 50%, á pari við refsistefnulönd eins og Bandaríkin og þar með langt yfir norðurlöndumum með 25%.

Talsmenn

AFSTAÐA vinnur skv. 58 gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga þar sem segir: „Fangar geta kosið sér talsmenn úr röðum samfanga sinna til að vinna að málefnum fanga og til að koma fram fyrir þeirra hönd.“

Mannúðar- & endurhæfingarstefna

Þegar einstaklingur brýtur lög sem samfélagið hefur sett sér skal hann að sæta refsingu fyrir. En hverju vill samfélagið ná fram með refsingunni?

Velferðarmála

AFSTAÐA hefur rekstrarleyfi frá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála til að sinna félagslegri ráðgjöf. Hefur félagið því leyfi til að veita félagslega ráðgjöf með vísan til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.it..